meistari Cohen
var áðan að horfa á heimildamyndina I'm Your Man, mynd um Leonard Cohen og tribute-tónleika sem haldnir voru í Ástralíu.
Cohen er heillandi karakter, afburða skáld og tónlistarmaður. hefur fylgt mér í meira en 30 ár; kynntist honum fyrst árið 1975, þremur árum eftir að fyrsta platan hans kom út. hef líklega hlustað meira á Cohen en nokkurn annan tónlistarmann gegnum tíðina og geri enn. finnst nýjasta stöffið best. hann er ennþá óhemjuflottur, kominn á áttræðisaldur. manngæskan, gáfurnar og fegurðarþráin skína af honum og öllum hans verkum. hann á þessa mögnuðu ljóðlínu:
"There's a crack in everything – that's where the light gets in"
það sem hins vegar angraði mig alla myndina í gegn var tónlistarflutningurinn á þessum konsert í Ástralíu. fannst hvert einasta lag sem tekið var miklu síðra í ábreiðuútgáfunum heldur en hjá kallinum sjálfum. meira að segja stórsnillingurinn Nick Cave var að gera hluti sem mér fundust ömurlegir.
var satt að segja allan tímann með það í huga að húsbandið í Populus tremula myndi gera þetta miklu betur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home