1.4.07

suður með sjó


örstutt hlé á „umræðum“ um auglýsingar.

fór í gær með Signýju í helgarbíltúr suður með sjó. litum á strandið við Hvalnes þar sem Wilson Muuga er búið að standa af sér úthafsbrimið upprétt og óhaggað í ársfjórðung. makalaus fjandi. og útgerðarmenn stefna að því að draga skipið á flot með vorinu. þetta eru töffarar og væru vísir með að ná koppnum aftur út á sjó.

það er eitthvað heillandi við strandað skip, veit ekki hvað það er en er svona samt. mér fannst þetta beinslínis fallegt. var skýjað og dálítið brim í hífandi sunnanroki.

vorum svo heppin að hitta útgerðarmann skipsins á staðnum, eiganda Nesskipa. enginn bilbugur á honum.

hann benti okkur hins vegar á nokkur fiskiker sem stóðu á fjörukambinum í svona 200 m fjarlægð frá veginum sem liggur niður að strandstað. í þessum kerjum er olíumengað þang sem hreinsað hefur verið úr fjörunni. allt í lagi með það, þótt satt að segja hafi ég ekki nokkra trú að olíuleki af því tagi sem þarna varð hafi yfirhöfuð nokkur áhrif á nokkurn hlut í lífríki strandarinnar. enda skoðuðum við í eitt kerið; í því var slatti af þangi og sjó eða rigningarvatni. og olíumengunin var ekki meiri en svo að það var engin olíubrák á vatninu.
í þessi ker er semsagt handtíndur þari á fjörukambinum. til að koma menguðu þanginu burtu (hvert sem það nú kann að vera) er ekki við það komandi að nota nokkurs konar ökutæki heldur er leigð þyrla í verkið.
í þessu öllu er einhver firring, einhver algjör della og misskilningur á því sem máli kann að skipta. efast ekki um að allt er þetta bull af góðum huga gert en er samt bull. af því að ég hef verið talsmaður náttúrverndar alla tíða og er enn leyfi ég mér að segja þetta. þarna er einhver úrkynjun í gangi.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ég vill ekkert minna en hrísgrjónagraut tegar ég kem heim!
takk

19:15  
Anonymous Nafnlaus said...

það er díll!

16:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Verst bokakapuna?
Ja var ad klara bokina, svona lika drulluskemmtileg.

13:04  

Skrifa ummæli

<< Home