29.4.07

á hverfanda hveli

vinn í því að þróa nýju tilveruna og nú er allt breytingum undirorpið.

þegar ég hætti á Stíl í vetur og réði mig í vinnu í Fókus í Hafnarfirði var ég að skipta um vinnu í annað sinn á aldarfjórðungi, raunar á því sem af er raunverulegri starfsævi. stórmál semsagt.

í vikunni sem leið sagði ég upp í Fókus og mun ljúka störfum þar þann 15. júní nk. sem byggir á því að ég er að flytja mig í fullt starf hjá því góða útgáfufélagi Uppheimum ehf. á Akranesi. með félaga mínum og vini Kristjáni Kristjánssyni sem stofnaði og starfrækir það ágæta fyrirtæki.
hlakka verulega til að takast á við verkefni á þeim vettvangi og svosem enginn nýræðingur í því. verð starfandi hönnuður og mun taka þátt í allri starfsemi félagsins. bókmenntamaðurinn í mér er alsæll – og það er hönnuðurinn og myndlistarmaðurinn líka. tek formlega til starfa í Uppheimum þann 1. júlí.

seinnipart júní tek ég frí og fer með elskunni minni til Krítar.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tollir þú hvergi í vinnu drengur, Skógræktin og Stíll á einum aldarfjórðungi, Fókus og Uppheimar á sama árinu, nú þarft þú að fara að hugsa um að hægja á.
Krít er frábær.
Til hamingju með nýja starfið.

19:52  
Anonymous Nafnlaus said...

takk!

jamm – eins og mamma hans Nóa Björns sagði við hann þegar hann hætti á pósthúsinu upp úr þrítugu eftir að hafa unnið þar síðan um fermingu og réði sig hjá Vífilfelli: „Nói minn, ætlar þú nú að verða einn af þessum mönnum sem tollir hvergi í vinnu?“

og auðvitað er Nói enn hjá Vífilfelli...

08:50  
Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha........
omn með nýtt blogg.....
kleinufiskur.bloggar.is

18:47  

Skrifa ummæli

<< Home