guði það sem guðs er
að undanförnu hef ég setið þrjár fermingarveislur og tvær framundan í vikunni. skondið því slíka veislu hef ég ekki sótt í tæpan áratug fyrr en núna allt í einu í löngum bunum.
reyndar er það svo að þessar þrjár sem af eru hafa allar verið í fjölskyldu Signýjar, sem er um það bil heilli kynslóð yngri en mitt lið þótt örfá ár skilji okkur að. hennar ættingjar og vinir eru að ferma börnin sín þessa dagana meðan mitt fólk er meira í því að ferma barnabörnin. í gær var elsta systkinabarn Signýjar fermt. í janúar var elsta systkinabarn mitt fertugt... ég hef verið afabróðir í meira en tuttugu ár. þetta með systkinaröðina og tímann er skemmtilegt fyrirbæri.
hitti t.d. fyrir nokkrum árum mann sem er náskyldur mér. hann er líklega um áratug yngri en ég, kannski aðeins meira. þegar við hittumst var Atli minn nýlega fæddur en þessi frændi minn hefði hæglega getað átt 10 - 15 ára gömul börn. skyldleikinn er þannig að langafi þessa manns var föðurbróðir minn! ég og afi hans semsagt bræðrasynir. og hann nokkrum árum yngri en ég.
þetta er skemmtilegt hvernig kynslóðir geta brenglast á einni öld.
já, ætla semsagt ekki að níða fermingar í dag, þótt ég hafi á þeim sterkar skoðanir og sé illa við fyrirbærið. eins og reyndar allt sem frá kirkjunni kemur, eða svo gott sem. ekki orð um það meir í dag.
reyndar er það svo að þessar þrjár sem af eru hafa allar verið í fjölskyldu Signýjar, sem er um það bil heilli kynslóð yngri en mitt lið þótt örfá ár skilji okkur að. hennar ættingjar og vinir eru að ferma börnin sín þessa dagana meðan mitt fólk er meira í því að ferma barnabörnin. í gær var elsta systkinabarn Signýjar fermt. í janúar var elsta systkinabarn mitt fertugt... ég hef verið afabróðir í meira en tuttugu ár. þetta með systkinaröðina og tímann er skemmtilegt fyrirbæri.
hitti t.d. fyrir nokkrum árum mann sem er náskyldur mér. hann er líklega um áratug yngri en ég, kannski aðeins meira. þegar við hittumst var Atli minn nýlega fæddur en þessi frændi minn hefði hæglega getað átt 10 - 15 ára gömul börn. skyldleikinn er þannig að langafi þessa manns var föðurbróðir minn! ég og afi hans semsagt bræðrasynir. og hann nokkrum árum yngri en ég.
þetta er skemmtilegt hvernig kynslóðir geta brenglast á einni öld.
já, ætla semsagt ekki að níða fermingar í dag, þótt ég hafi á þeim sterkar skoðanir og sé illa við fyrirbærið. eins og reyndar allt sem frá kirkjunni kemur, eða svo gott sem. ekki orð um það meir í dag.
1 Comments:
Já sælir eru trúlausir!
Skondið með kynslóðirnar, ég held reyndar að þetta sé ekki algengt, bara þegar svona gamlir menn eignast börn, þá brenglast allt hehe.
Skrifa ummæli
<< Home