1.5.07

Fyrsti maí


Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. 1889 hittust fulltrúar (annarra) alþjóðasamtaka kommúnista á ráðstefnu í París, í tilefni af því að hundrað ár væru liðin frá því að Parísarbúar tóku Bastilluna. Þar var ákveðið að gera fyrsta maí að baráttudegi hreyfingarinnar. Þessi tiltekni dagur var valinn meðal annars til að minnast blóðbaðsins á Haymarket í Chicago í Bandaríkjunum þremur árum áður. Á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923.

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök.
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði í dag!
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag.


Þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn i hönd!
Því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært! Til hamingu með nýja starfið - og bara sumarfrí í vændum og allt hvað eina :)

12:39  
Anonymous Nafnlaus said...

jams, takk. allt búið að vera á hvolfi síðustu vikur og verður út júní. hef afrækt vini og kunningja illilega.

og jú, langþráð frí framundan – bara rúmur mánuður!

18:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Lifi byltingin.

Tek undir, til hamingju með allt.

09:17  

Skrifa ummæli

<< Home