líf annarra
var að koma úr bíó. í Háskólabíó er nú sýnd kvikmyndin Líf annarra, Das Leben der Anderen, eftir leikstjórann Florian Henckel von Donnersmarck.
það er skemmst frá því að segja að þessi kvikmynd er stórbrotið verk – bíómynd í hæsta gæðaflokki og hana eiga allir að sjá.
skilaboðin til þeirra sem kunna að lesa þetta eru einföld: farið og sjáið þessa mynd!
þetta er ekki ráðlegging eða góðfúsleg ábending; þetta er skipun!
Líf annarra gerist í Austur Berlín á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar og fjallar svona út á við um persónunjósnir Stasi – hinnar illræmdu leynilögreglu félaga Honeckers. saga og handrit er frábært og allir þættir kvikmyndagerðarinnar með afbrigðum vel af hendi leystir. lokaatriði myndarinnar er með þeim alflottustu.
efni þessarar kvikmyndir á svo grjóthart erindi við okkur núna að það er sláandi. ætla að fjalla meira um það áður en margir dagar líða. en skipunin verður ekki tekin aftur: SJÁIÐ ÞESSA KVIKMYND!
2 Comments:
La vida de los otros
fui a una pelicula, que se llama, la vida d los otros, es una pelicula maravillosa y yo creo que todos nessesitan verlo.
Venga!
sko – helvíti ánægður með að skilja þetta komment!
Skrifa ummæli
<< Home