11.5.07

Stóri bróðir besti

Líf annarra – bíómyndin góða sem ég sagði frá í síðustu færslu – hefur kveikt ýmsar pælingar og umræður.

Björn B. vill her og leyniþjónustu. Steingrímur J. vill netlöggu. Kolbrún Halldórs vill banna að auglýsa „óhollan“ mat. Maður fer ekki í flug með viskífleyg í pokanum lengur. Kanar taka fingraför af manni áður en þeir hleypa manni í heimsókn. Í vídeóleigunni og jafnvel í Bónus er maður í mynd allan tímann. Hasshundar taka tékk í framhaldsskólunum. Tóbak má ekki sjást í verslunum. Stórhert viðurlög við umferðarlagabrotum. Sífellt háværari raddir sem krefjast harðari refsinga við hvers konar brotum á reglum samfélagsins og síauknar kröfur um fleiri bönn. Refsingar eru töfraorðið – því harðari, því betra. Í þeirri kórvillu að hótanir um refsingar fækki „brotum“. Sem er alþekkt og þaulrannsakað um allan heim að er bull.

Allt er þetta samt vel meint í grunninn og rökin eru þau að verið sé að verja okkur hvert fyrir öðru og svo náttúrulega fyrir okkur sjálfum. Sem er í sjálfu sér gjörsamlega óþolandi og algerlega óþarft. Meðan önnur höndin fálmar eftir algeru frelsi og boðar lætur hin glamra í hlekkjum og handjárnum. Stasi.

og hástafirnir í þessari færslu eru þannig til komnir að textinn var sleginn inn í Word – Bill djöfull Gates og þeir Microsoftmógúlar eru líka í því að hafa vit fyrir okkur. sem er óþolandi.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er þetta með boð og bönn.
Veit ekki hvernig er hægt að hafa hemil á vitleysu mannskepnunnar öðruvísi en að refsa og banna henni að framkvæma hálvitaháttinn.

10:54  

Skrifa ummæli

<< Home