12.5.07

risessa á kjördag


búinn að kjósa – í Ráðhúsinu í Reykjavík að þessu sinni. orðin allnokkur ár síðan ég tók síðast þátt í þessum leik og virkjaði atkvæðið. hef meira verið í því að drulla yfir lýðræðið og halda mig fyrir utan þann pakka. en hef skipt um skoðun eins og fram hefur komið. nú verður beinlínis spennandi að fylgjast með fyrstu tölum í kvöld.

júróvisjón má frjósa úti mín vegna. framundan kvöldverður með góðum vinum og sjónvarpskvöld með öli og umræðum. hlakka til.

var að koma úr miðbæjartúr þar sem ég fylgdist með risessunni og þeim feðginum. frábær upplifun enda brúðan sú bara heillandi. tala nú ekki um græjuna sem hún hangir í og er notuð við stjórn brúðunnar. þetta er brilliant og allt sem því tengist. bílarnir víðs vegar um bæinn sem risinn hefur látið reiði sína bitna á eru hreint frábærir.
og í dag er ég viss um að mannfjöldinn í miðbænum skipti tugum þúsunda. var æðislegt fyrir utan helvítis veðrið sem klikkaði. norðan næðingur í staðinn fyrir logn – ský fyrir sólu og skítakuldi. en flottur performans og góður dagur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast.

Sammála þér með frönsku risana, virkilega flott show.

08:03  

Skrifa ummæli

<< Home