23.5.07

ekkert er fegurra . . .

. . . en vorkvöld í Reykjavík. svo mælti Tómas allavega og í gærkvöld var nokkuð til í þessu hjá kallinum.

örstuttur göngutúr að heiman og út á Granda þar sem þessi mynd var tekin á ellefta tímanum í gærkvöld. voða sætt en skítkalt reyndar.



er hættur við fyrirhugaða norðurferð um hvítasunnu, ekki síst vegna veðurs. Sigurður Ormur kemur fljúgandi til mín í staðinn og við ætlum að mála bæinn rauðan – og nærsveitir er allt fer að óskum.

VIÐBÓT:
SHJ hefur bent mér á að það var alls ekki Tómas sem orti þetta heldur Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur. var svo handviss að mér datt ekki í hug að tékka á því. leiðréttist hér með.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skítt að þú skulir hafa hætt við norðurferð - ég var farinn að hlakka til. En í ljósi veðurútlitsins áfellist ég þig ekki.

Flott mynd, víst er fallegt í vesturbænum á vorin og um það orti Tómas. Mikið rétt, en þó ekki "Vorkvöld í Reykjavík" ég held að það sé eftir Sigurð Þórarinsson (Svífur yfir Esjunni osfrv.) Tómas orti:

Það kvað vera fallegt í Kína.
Keisarans hallir skína
hvítar við safírsænum.
En er nokkuð yndislegra
- leit auga þitt nokkuð fegra -
en vorkvöld í vesturbænum.

20:21  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað segirðu? jahérna – var svo viss um að þetta væri Tómas. takk fyrir ábendinguna félagi.

08:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Til gamans.

Sigurður heitinn Þórarinsson jarðfræðingur orti fjöldann allan af kvæðum við lög Everts Taube, enda vel kunnugur í þeim frjósemdargarði.Átti sænska konu og hafði dvalist í því dásamlega landi, Svíþjóð. Flest þessara kvæða eru staðfærðar þýðingar á kvæðum Taubes, en þó svo frjálslega og vel farið með, að þau hljóta að teljast höfundarverk Sigurðar fremur en Þýðingar. Auk Vorkvölds í Reykjavík er Þórsmerkurferðin líklega þekktust þessara kvæða (troddu þér nú inní tjaldið hjá mér María María) einnig við lag Taubes.
Sigurður sagði mér einu sinni að hann kynni flest sem Evert Taube hafði ort, auk þess að vera vel að sér um sænska ljóðlist. Þetta var skömmu áður en ég varð fyrir því happi að gerast sænskur.

17:24  
Anonymous Nafnlaus said...

þurfum að hittast fljótlega – langar að heyra meira af þessu. kannast svosem við kvæði SÞ og tengsl hans við lög Taubes.

fjandi gaman að sjá þig aftur á þessum vettvangi og gott þegar menn hafa vit fyrir manni. og fræðslan til gamans er fín. takk.

18:27  

Skrifa ummæli

<< Home