til hamingju Ísland
hafði ætlað mér að þegja þunnu hljóði um pólitík og stjórnarmyndun en stenst ekki mátið.
var nefnilega að átta mig á því í morgun að í fyrsta sinn erum við með ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem er samkynhneigður og ekkert að leyna því. þótt hún svosem flaggi því ekkert sérstaklega enda alger óþarfi. ráðherra félagsmála, Jóhanna Sigurðardóttir.
þetta finnst mér flott og ánægjulegt. hefðu verið stórtíðindi fyrir ekki svo löngu síðan en er ekki einu sinni til umræðu núna. sem er líka mjög ánægjulegt. mátti samt til að nefna þetta.
7 Comments:
Samkynhneigt fólk er að taka völdin í heiminum. Ég er að segja þér þetta, það eru bara allir hommar á Akureyri. Eina leiðin til að pipra ekki til æviloka er að flýja land.
Hpmmamenningin á Íslandi lengi lifi og allt það.....
Þetta er akki allskostar rétt hjá þér. Við höfum áður átt samkynhneigðan ráðherra, nefnilega Jóhönnu Sigurðardóttur sem var félagsmálaráðherra fyrir fjölmörgum árum þótt það færi ekki hátt þá fremur en nú.
Ég vona nú að hún þjarmi að aumingjunum sem þora ekki að láta samkynhneigðum eftir sömu réttindi og öðrum.
Demantsdóttirin getur verið alveg róleg, hlutfall homma á Akureyri er sennilega svipað og annarsstaðar. Hinir eru bara annarshugar sem stendur, en þeir koma og fala það senn.
þetta er svosem hárrétt hjá félaga SHJ með ráðherrann. vissi alvega af þessu og taldi ekki með þar sem hún var ekki komin úr skápnum á þeim tíma.
vona dótturinnar vegna að þetta sé rétt með Akureyringana – og er þess reyndar fullviss.
Mér er spurn; af hverju fjölmenna ekki samkynhneigðir í prestastéttina? Hver veit hvert hlutfall samkynhneigðra nema er í guðfræðideild, örugglega sama og í öðrum deildum, en máttur svartstakka og forpokunar er sennilega svo mikill að þeir hafa ekki möguleika á stöðum, en hvar eru þeirra raddir þá þar? Ég kalla eftir þeim og það núna!!! Ekki svo að skilja að þess eigi að þurfa en goggunarröðin ræður enn ríkjum og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að finna einhverja okkur óæðri til að upphefja okkur sjálf og þar ríkir greinilega enn þessi hugsunarháttur meðal meirihluta presta (þar sem síst mætti ætla), þó sem betur fer eru þeir ekki allir svo þröngt hugsandi.
klerkar eru margvíslegir og ábyggilega fullt af kynvillingum í stéttinni (svo ég noti orðalag Baggalúts)... það er stofnunin sem er ónýt. þjóðkirkjan.
skil ekki af hverju það var ekki fyrsta ríkisapparatið sem var einkavætt.
Hún fer nú vel með það kerlingin.
Takk fyrir ahugaverdar upplysingar
Skrifa ummæli
<< Home