25.6.07

sældarlíf




mikið fjandi er gott að vera á Krít!

að vísu er yfirstandandi hitabylgja sem fór stigvaxandi frá fyrsta degi og náði hámarki í gær, daginn eftir að við Signý komum heim. sem þýddi að undir vikulokin var orðið illbærilega heitt fyrir mig – yfir mann lagðist slen og hvergi hægt að vera nema í skugga. en æðislegt samt.
ætla ekki í neinar langlokur um þetta. var dýrðlegt frí í letilífi. sól, sjór og sandur milli þess sem maður rannsakaði gríska matargerðarlist sem sló mig algerlega út af laginu, er hreint frábær.

gamli bærinn í Hania er yfirgengilega flottur og elstu byggingar 900 ára gamlar.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim
Sem ég hef sagt áður og oft. Krít er frábær. Kanski ekki eins ósnortin og fín einsog eyjan hans Egils H, en hann er nú líka flottastur, snobbaðastur, feitastur og svo gífurlega gáfaður, að héti hann Egill B Helgason stæði B-ið fyrir BESSERWISSER.
En Krít er alveg nógu góð fyrir okkur pöpulinn og svo er ekki verra að hafa góðan tíma og heimsækja eldfjallaeyjuna Santorini, sem sprakk í loft upp fyrir uþb 3600 árum og hvarf þá Mímóska veldið og Atlantis ?
Nú er ég farinn að hljóma einsog Egill B.
Bara velkomin heim.

13:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim.

19:02  

Skrifa ummæli

<< Home