1.6.07

spennandi tímar

hjá okkur félögum, mér og Kristjáni Kristjánssyni í Uppheimum, eru spennandi tímar og skemmtilegir framundan.

Uppheimar hafa verið talsvert í sviðsljósinu undanfarna viku enda útgáfan að koma inn á sviðið í bókaútgáfu með afgerandi hætti um þessar mundir. til Uppheima leitar nú hver stórkanónan úr bókmenntakreðsunum af fætur annarri.

á höfundalista útgæfunnar eru nú til dæmis:
Ævar Örn Jósepsson, sem nýverið var tilnefndur til Glerlykilsins.
þar er líka Ari Trausti Guðmundsson, sem kemur með nýja skáldsögu í haust og hefur gefið út ljóð og skáldsögu á vegum Uppheima nú þegar.
Böðvar Guðmundsson kemur eftir langt hlé fram í sviðsljósið á árinu með smásagnasafn – fínar fréttir fyrir lestrarhesta.
Bjarni Bjarnason verður einnig með nýja skáldsögu og á næstu vikum verður skáldsaga hans, Endurkoma Maríu, gefin út á ensku á vegum Uppheima. Einnig munu Uppheimar gefa Vargatal Sigfúsar Bjartmarssonar út á ensku í sumar.
Frétt vikunnar er svo sú að einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar, Gyrðir Elíasson, er genginn til liðs við Uppheima og í haust kemur út ný skáldsaga eftir hann. handritið ætla ég að lesa á Krít eftir hálfan mánuð.

læt þýðingapakkann biða næstu færslu en þar er einnig margt forvitnilegt og þýðendur ekki af verri endanum.

fyrir bókabéusinn er það hreinræktað ævintýri að fá að taka þátt í þessu. það er augljóst orðið að Uppheimar eru að taka sér stöðu í íslenskum bókmenntaheimi sem metnaðarfullt útgáfufyrirtæki sem góðskáldin eru að flykkjast til. það byggir á því að Kristján hefur gert allt rétt og vel frá upphafi og heldur því áfram. ég hlakka til þess eins og jólanna í æsku að losna úr öðru harki og vinna fyrir Uppheima óskiptur og heill. er þess fullviss að við munum blómstra.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra - þetta á eftir að eiga virkilega vel við þig! Góða ferð til Krítar. Elín

00:20  
Anonymous Nafnlaus said...

¡muchas gracias!

09:21  

Skrifa ummæli

<< Home