3.7.07

Niðurlot














kominn að Niðurlotum í júnílok 2007. nokkrir dagar í sól og skógi við varðeld um nætur með þeim sem eru kærastir. myndirnar sýna ekki allt það fólk en þeim mun meira af pöddum og flugum. dýrðardagar við innanverðan Eyjafjörð og hunsaði vini og félaga á Akureyri. svo miklu betra að verja tímanum við holugröft og bílaleik, badminton og blak, grill og gítarspil við eldinn.

Sigurður Ormur kenndi Atla, litla bróður sínum, hvernig maður kveikir, heldur logandi og umgengst varðeld. og hvernig maður umgengst bitlausa öxi til að kljúfa viðinn. gestum var boðið upp á ketilkaffi.

sá sami Sigurður gróf holu sem er slíkt mannvirki að hann var kominn langt niður fyrir landnámslagið. og mætti innrétta meðalstóra leiguíbúð í þeim kjallara sem er girtur jarðvegi eldri en nám Helga og Þórunnar á landi í Eyjafirði.

bjuggum í góðum félagsskap kóngulóa, geitunga og þúfutittlinga. uglur sáust ekki að þessu sinni og voru vonbrigði. skyldi varp hafa brugðist?

undir helgarlok flaug Signý norður og náðum að njóta þess að fjöllin fyrir handan urðu bleik af ungri sól.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

J� er �etta ekki or�in sk�gur hj� ��r a� Ni�urlotum.
Greinilega haft �a� gott og nau�synlegt a� k�pla sig a�eins fr� skarkala ��ttb�lisins.
Heyrumst flj�tlega.

11:54  

Skrifa ummæli

<< Home