17.8.07

ekki nóg með það...

í tíufréttum á RÚV í gærkvöldi var sagt frá fjölda heimilislausra í Kaupmannahöfn og griðastað fyrir unga heimilislausa Dani.

vissulega vont að þarna sé mikill fjöldi heimilislausra en ágætt að eitthvað er verið að klóra í bakkann. það sem vakti athygli mína var orðalag fréttamannsins í lok fréttarinnar um þessa ungu heimilisleysingja, eitthvað á þessa leið:

„það er ekki nóg með að þetta fólk sé undir þrítugu, drjúgur hluti þess er einnig háður áfengi og eiturlyfjum."

eymingja fólkið – ekki bara dópistar og fyllibyttur heldur líka svo hörmulega sett að vera undir þrítugu!
má þakka fyrir að vera ekki allt undir 23ja ára aldri... en kannski er það ekki jafn heilög tala fyrir yfirvöldum í Køben eins og hjá þeim á Akureyri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home