28.8.07

áfengisbölið verður að hafa sinn gang


eins og lesendur vita er ég mikill unnandi áfengis. þess vegna svíður mér staða þess í samfélaginu, enda er hún stórundarleg.

við búum við gamalgróna ríkiseinkasölu og vel má vera að það sé eina rétta leiðin. hef samt verulegar efasemdir. kaupi hins vegar þau rök að verði sala á bjór og vínum leyfð í verslunum muni það leiða af sér hærra verð, minna framboð og verri þjónustu. eins og maður sér svo allt of víða seinni árin með aukinni samþjöppun og hringamyndun í verslun. og rétt að geta þess sem ÁTVR hefur gert vel á undanförnum árum með stóraukinni og bættri þjónustu, amk á stærstu stöðunum.

það er líka mjög vafasamt að banna áfengisauglýsingar meðan þær blasa hvarvetna við í sjónvarpi og í tímaritum. áberandi í íþróttageiranum öllum. en harðbannaðar og fyndið að sjá hvað menn komast upp með í þeim efnum. ólæsilegt orðið léttöl einhvers staðar úti í horni á skilti eða auglýsingu réttlætir grímulausa áfengisauglýsingu. mér finnst þetta bara fyndið.

jafn skondið er að maður getur labbað sig inn í Staðarskála eða söluskála KS í Varmahlíð og keypt sér flöskubjór í sjoppunni. kaldan meira að segja.

og að láta sér detta í hug að bæjarbragnum í miðborg Reykjavíkur verði breytt með því að hætta sölu á kældum bjór í ríkinu í Austurstræti er aumkunarverðari hugsunarháttur en tárum taki. enda hefur forsjárhyggja undir þessum formerkjum aldrei leitt neitt af sér en í besta falli yfirklór.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home