1.10.07

stóra bomban

sá hrikalegi atburður átti sér stað á föstudaginn var að hann Haukur bróðir minn sprakk í loft upp. á verkstæði BHS á Árskógsströnd. lá ofan á báti sem hann var að vinna við þegar allt rauk í háaloft.

og svo makalaus getur heppni manna verið að hann slapp frá þessu nánast óskaddaður. sem miðað við lýsingar og myndir af vettvangi er óskiljanlegt með öllu.

þetta voru bestu fréttirnar í langan tíma. eins og að eignast þennan góða bróður aftur. því eins og segir í ágæti kvæði hjá hinum ástsælu Spöðum: „ber er hver að baki nema sér stóra bróður eigi."

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er gott að verqa heppinn í óheppninni.

16:56  
Anonymous Nafnlaus said...

jamm. og ekki ríður lukkan við einteyming því sá sami bróðir eignaðist dótturson númer tvo síðustu nótt.

17:21  

Skrifa ummæli

<< Home