5.9.07

lausn vandans!

snemma í morgun laust niður í huga mér lausn áfengisvandans í miðbæ Reykjavíkur. og skylda mín sem samfélagsþegns að deila þessari afburðahugmynd með þjóðinni:

fram hefur komið að menn hyggjast koma sér upp hreyfanlegri lögreglustöð í miðbænum. Þráinn Bertelsson taldi að það væri til þess að löggan þyrfti aldrei út af stöðinni.
mín tillaga er sú að ÁTVR komi sér upp hreyfanlegri vínbúð í miðbænum í stað þessa vandræðagemlings við Austurstræti sem alltaf er grafkyrr á sama blettinum, rétt við Austurvöll.

með hreyfanlegri vínbúð gætu menn einfaldlega lagt á flótta með ríkið þegar rónarnir nálgast; þeir nenna örugglega ekki langt til þess eins að fá volgan bjór.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home