rúdólf rósenberg
við Signý erum á leið norður um næstu helgi.
aðalástæðan er bókmenntakvöld í Populus tremula þar sem kynnt verða ljóð hulduskáldsins Rúdólfs Rósenberg. Rúdólf er alterego míns góða vinar Sigurðar Jónssonar og hefur ort ágæt kvæði hin síðari ár en ekki farið hátt með þessa iðju.
Populus mun gefa út bók með þessum ljóðum í tilefni dagsins.
hlotnast sá heiður að fá að lesa hluta ljóðanna og ætla mér að syngja tvö þeirra – upphátt!
hlökkum til að mæta í kjallarann, hitta félagana og taka þátt í þessari uppákomu.
1 Comments:
skemmst frá því að segja að þetta var frábær kvöldstund, verulega flott dagskrá og tókst með afbrigðum vel. stoltur af að hafa tekið þátt í þessu.
takk fyrir mig og mitt fólk.
Skrifa ummæli
<< Home