24.10.07

nýtt ljóðskáld


í síðustu viku hlaut Ari nokkur Jóhannesson Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Öskudaga. Uppheimar gáfu bókina út sama dag.

Ari er læknir á sextugsaldri og hefur aðeins ort í örfá ár - sem kemur á óvart við lestur bókarinnar, enda fullþroska skáldskapur þar á ferð og verulega flottur. á nýbirtum „metsölulista" Eymundsson er bókin í þriðja sæti yfir innbundin skáldverk og ljóðabækur.

í þætti Egils Helgasonar, Kiljunni, verður talað við Ara í kvöld og ég ráðlegg ljóðaunnendum að fylgjast með.

---

þar verður einnig fjallað um nýjustu bók Gyrðis Elíassonar, Sandárbókina, sem er líka nýkomin út á vegum Uppheima. enn hefur þessi bók einungis fengið hástemmt lof, m.a. hjá Ástráði Eysteinssyni í Lesbók Moggans um síðstu helgi og í Víðsjá í gær var hún skilgreind sem snilldarverk. og er nú í fjórða sæti metsölulista Eymundsson yfir innbundin skáldverk.

---

í næstu viku sendum við svo frá okkur nýtt smásagnasafn eftir Böðvar Guðmundsson, Sögur úr Síðunni.

---

semsagt – eins og segir í ágætu viðlagi sem fylgdi vinnustaðasöng á Stíl fyrir nokkrum árum: það er gaman í vinnunni!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt, til hamingju með þetta Uppheimamenn, mikið assgoti er ég hrifinn af þessu nafni Uppheimar.

Las Sandárbókina og þetta er einsog að lesa gott langt ljóð.

Heyrumst fljótlega

10:28  
Anonymous Nafnlaus said...

takk kall minn. og já, þurfum endilega að fara að taka kjaftatörn!

14:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott hjá ykkur Uppheimamönnum! Þarf ekki að skála fyrir þessu við tækifæri?

20:37  
Anonymous Nafnlaus said...

ójú! nú er ekkert eftir nema minna skemmtilegi hlutinn: að selja bækurnar! sem fer reyndar ekki illa af stað.

09:04  

Skrifa ummæli

<< Home