22.10.07

kýr og kaupahéðnar


af því að ég hef ekki sett inn færslu í þrjár vikur ætla ég að láta tvær vaða í kvöld – hér er sú síðari, og líka innblásin af sjónvarpsfréttunum:

Landbúnaðrháskólinn er búinn að reikna það út fyrir kúabændur í landinu að með því að skipta um kúakyn geti þeir sparað sér milljarð á ári. þeas allir kúabændur samanlagt. þúsundmilljónkall. þetta var fyrsta frétt á rúv í kvöld.

menn hafa verið að deila um kúakyn síðusku ár og Guðni gekk svo langt að kyssa belju beint á munninn fyrir blaðamenn. hef enga skoðun á kúakynjum en fannst áhugavert að samanlagður kúabændastofn landsins er að tala um árlegan sparnað sem er svo mikill að verða að fyrstu frétt í sjónvarpi allra landsmanna – en samt bara sama talan og einn töffari úr viðskiptalífinu gaf Háskólanum í Reykjavík um daginn. líka sama tala og Bjarni Ármannsson lagið í REI (til viðbótar við hálfa milljarðinn sem hann setti í dæmið mánuði fyrr).

það er semsagt þannig að upphæðir sem skekja kúabændastéttina í heild eru eitthvað sem nýríkir strákar snara upp úr rassvasanum persónulega og prívat eins og að drekka vatn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home