lífið í bleiku
í gærkvöldi sá ég þá ágætu bíómynd La Vie en Rose – sem segir söguna af Edit Piaf.
þetta er snilldarmynd um hrikalegt lífshlaup. áhrifamikil, falleg, sorgleg og feiknavel gerð að öllu leyti.
hef sáralítið kynnt mér sögu þessarar konu og því kom mér á óvart hversu lygileg og hádramatísk ævisaga hennar er, frá fæðingu til grafar. þar er ekkert einfalt, þægilegt né ódýrt. þrotlaus barátta, sigrar og ósigrar, gleði og sorg. mikil sorg. hún náði ekki fimmtugu áður en allt var þrotið – en hvílík gjöf sem hún færði öðrum.
ráðlegg öllum að sjá þessa.
5 Comments:
Ekki spurning, mun komast yfir þessa mynd næst er sófinn kallar. Annars takk fyrir síðast.
sömuleiðis!
en engan sófa hér, þessa á að sjá í bíó!!!
vissi að efnið myndi kveikja í þér.
Já þessi pistill þinn er altént hvati til að drífa sig. Sá verk á sviði um hana sem var snilld.
Sá hana um daginn - mögnuð :)
Vona að allt sé gott að frétta af ykkur skötuhjúum í Laugardalnum!
Kær kv. Elín
hæhæ.
jú takk, allt í sóma við Sundlaugaveg – einhvern veginn alltaf annríki mikið...
Skrifa ummæli
<< Home