Kúba og kýrhausar
skrítnir hlutir hrærast í þeim kýrhausum sem kenna sig allra hausa helst við frelsi, einstaklingsframtak og sjálfstæði. nýlegt dæmi frá BNA hefur verið í fréttum og hér á Fróni er ekki hörgull á þeim.
í guðs eigin landi hafa einhver yfirvöld verið að pota í Boeing verksmiðjurnar og vilja banna þeim að selja flugvélar til krimmanna í Icelandair Group. ekki af því að félagið heiti svona korní nafni heldur vegna þess að það gæti hent sig að þessum líka fínu þotum væri flogið til Kúbu með túrista. sem er auðvitað í trássi við bandarísk lög sem stefna að því að svelta kúbsku þjóðina frá kommúnisma. en hefur ekki alveg verið að virka frekar en önnur viðskiptabönn nokkurs staðar, nokkurn tíma.
hvað um það, ég á erfitt með að sjá í þessu mikla baráttu fyrir frelsi og framtaki. eða yfirleytt nokkuð annað en hallærismennsku.
á okkar kæra Íslandi hafa framámenn úr Framsóknarflokknum og ekki síður Sjálfstæðisflokknum farið fram með offorsi árum saman gegn landeigendum og þjóðnýtt einkalönd í stórum stíl.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home