15.3.08

mannýgi


af því að farið er að fella þunga dóma yfir bullandi bloggurum er freistandi að reyna að vekja það hobbí til lífsins á ný - sjáum til.

löggan á höfuðborgarsvæðinu er skemmitlega áberandi í mjölfiðlunum þessa dagana. Stefán, sonur hans Eika, hefur verið að berja sér á brjóst bálillur yfir því að að dómarar hafi ekki tyftað almennilega nokkra útlenda pörupilta sem lentu í slag við löggur á Laugaveginum.

auðvitað veit ég ekkert um það mál, var ekki í þessum slag, en hef með sjálfum mér fagnað þessum dómi. því auðvitað er það ekkert flókið að takist ekki að sanna sekt ber að sýkna. löggan, hversu ágæt sem hún er, má undir engum kringumstæðum fá að panta dóma yfir sakamönnum. og eins og ég hef oft sagt: frekar vil ég þúsund glæpona gangandi lausa en einn saklausan í tugthúsi.

svo er á forsíðu Fréttablaðsins í dag aðalfyrirsögn um að löggan vilji hunda til valdbeitingar. hmmmm. mikið langar kallagreyin að vopnast. sé þá fyrir mér með skilríkin sín á bumbunni og tækjabelti (eins og Batman átti) að siga honum Spora: urrdanbíttann!

þarna liggur ónýtt tækifæri í landkynningu og ferðaþjónjustu. í þessu máli legg ég til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gangi á undan með góðu fordæmi og marki sérstöðu sem eftir yrði tekið um gjörvalla heimsbyggðina. semsagt þá að í stað þess að kenna einhverjum hefðbundnum hundspottum að ráðast á menn þjálfi löggan upp kindur til valdbeitingar. mannýg rolla er verulega ógnandi þegar hún stappar niður annarri framlöppinni og starir á andstæðinginn manndrápsaugum. og íslenska kindin er jú forngripur frá landnamsöld. verum nú stolt af upprunanum og fortíðinni og ræktum upp stofn af fallegu ofbeldisfé.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home