ber er hver að baki...
...nema sér stóra bróður eigi. sungu Spaðar.
á föstudaginn var varð Hjalti Örn bróðir minn sextugur. heill sé honum. myndin er tekin nokkru fyrir sextugsafmælið af Hjalta og Krumma.
af þessu tilefni urðu til Hjaltarímur hundgamals og eru svona:
Áratugur æviskeiðs er enn að baki.
Sorglegra en tárum taki.
Trúi ég að flestu hraki.
Sýnast þó á sjötugsaldri syndir nægar,
sem er gott að sinna vægar.
Í sakirnar að fara hægar.
Lifa má hann framvegis á mysu og malti.
Getan verður senn að gjalti.
Gamall verður bráðum Hjalti.
Afbragðsgott að vera löngu orðinn afi.
Í vinnu sinni vera á kafi.
Verkefni ég tel hann hafi.
Óskir færum aldurhnignum allra bestar.
Góðar stundir, gæfumestar,
gefist þér sem allra flestar.
á föstudaginn var varð Hjalti Örn bróðir minn sextugur. heill sé honum. myndin er tekin nokkru fyrir sextugsafmælið af Hjalta og Krumma.
af þessu tilefni urðu til Hjaltarímur hundgamals og eru svona:
Áratugur æviskeiðs er enn að baki.
Sorglegra en tárum taki.
Trúi ég að flestu hraki.
Sýnast þó á sjötugsaldri syndir nægar,
sem er gott að sinna vægar.
Í sakirnar að fara hægar.
Lifa má hann framvegis á mysu og malti.
Getan verður senn að gjalti.
Gamall verður bráðum Hjalti.
Afbragðsgott að vera löngu orðinn afi.
Í vinnu sinni vera á kafi.
Verkefni ég tel hann hafi.
Óskir færum aldurhnignum allra bestar.
Góðar stundir, gæfumestar,
gefist þér sem allra flestar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home