6.2.09

gæsla viðkvæmra persónuupplýsinga

í gær var verið að agnúast út í heilsugæslustöðina á Dalvík í fréttum. fram kom að Persónuvernd hefði gert alvarlegar athugasemdir við stöðina þar sem sjúkraskýrslur fyrir tveggja ára tímabil hefðu glatast.

fram kom ennfremur að þessi gögn hefðu glatast við að tölvukerfi stöðvarinnar „hrundi“ og að ekki hefði tekist að endurheimta þau.

mér er hins vegar spurn: er hægt að tryggja betur en þetta að svo persónulegar og viðkvæmar upplýsingar komist í hendur annarra? að láta gögnin hverfa í eitt skipti fyrir öll.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home