22.1.09

sagði það . . .

bara svona rétt til gamans er hér að neðan endurbirt færsla af þessari síðu síðan 29. september 2006:

- - -

„gullkálfurinn hefur aldrei talist neitt sérlega góður uppalandi.“

þetta snilldarkomment kom upp í skemmtilegu símaspjalli áðan og má til með að tjá mig aðeins um það.
[ . . . ]

semsagt það að peninga-, gróða- og eiginhagsmunahyggjan, sem gert hefur svo vel heppnaða innrás í íslenskt samfélag, hafi óhjákvæmilega þau áhrif að siðferði fari hnignandi. að sá ört vaxandi hópur Íslendinga sem hefur gróðahyggjuna að leiðarljósi fórni gildum eins og tryggð, heiðarleika og vináttu umyrðalaust ef þess er þörf til að skara eld að sinni köku.

þetta vita náttúrulega allir og maður kannast svosem við dæmin þegar maður leiðir að þessu hugann. hef allt of lítið gert af því að velta fyrir mér þjóðmálum síðustu árin. best að þurrka af gleraugunum og fara að líta í kringum sig.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll.
Slæmt siðferði er einmitt það sem er að hjá hinum hefðbundna íslendingi og það er það sem er að kæfa okkur í dag.
En ég held að það sé ekki nýtt á nálinni. Það er engin samkennd og öllum er drullusama hvernig náunginn hefur það ef fjölskylda og vinir hafa það gott.
Stundum held ég að íslendingar séu vont fólk með skítlegt eðli.
kveðja frá ella íslendingi.
Ps. Kristinn Hrafnsson var í kaffi á vinnustofunni hjá mér og bað að heilsa þér.

12:54  

Skrifa ummæli

<< Home