22.4.08

BÓKAVIKAN



nú er vika bókarinnar og get ekki stillt mig um að monta mig aðeins af framlagi Uppheima til hátíðahaldanna.

auk þess að bók sem við gáfum út sl. haust er tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna, Loftskeytamaðurinn eftir Knut Hamsun í þýðingu Jóns Kalmans Stefánssonar, koma út tvær ljóðabækur á vegum Uppheima á sumardaginn fyrsta.

Borgarlínur eftir Ara Trausta Guðmundsson og Flautuleikur álengdar, ljóðaþýðingar Gyrðis Elíassonar.

Ari Trausti vex með hverri bók og hér lýsir hann upplifunum úr borgum víðs vegar um heiminn.
Gyrðir er ekki aðeins eitt okkar hagasta skáld heltur mikilvirkur þýðandi afburða bókmennta um langt skeið. það er gaman að geta þess að Gyrðir á 25 ára rithöfundarfmæli um þessar mundir. eftir hann liggur þegar á fjórða tug frumsaminna verka og þýðinga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home