1.11.08

leikhúsupplifun

bara hreinlega verð að tjá mig um þetta:

vare svo heppinn að vera boðið í leikhús í gærkvöld. fór í Borgarleikhúsið í fyrsta sinn og sá söngleikinn Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson.

til að útskýra niðurstöðun hér á eftir er rétt að taka fram að ég var leikhúsrotta frá barnæsku og sá mjög lengi allar uppfærslur hjá LA og fram eftir aldri allan fjandann í Þjóðleikhúsinu og Iðnó auk hinna og þessara sýninga annarra leikhópa.

hætti nánast að stunda leikhús upp úr þrítugu með þeim orðum að ég væri búinn að láta mér leiðast í leikhúsi fyrir lífstíð. enda búinn að sjá aðeins of margar vondar sýningar um dagana.
hef aðeins tekið upp þráðinn aftur seinni árin en sáralítið og sjaldan. og fór svo á þennan söngleik í gær.

Fólkið í blokkinni í þessari uppfærslu Borgarleikhússins er jafnversta leiksýning sem ég hef séð á sviði og þvílík endaluas leiðindi hef ég ekki upplifað afar lengi. verkið er drasl. sýningin er beinlínis vond.

ekki fara á þetta!