24.12.08

GLEÐILEG JÓL

21.12.08

nýstúdent!


föstudaginn 19. des. sl. útkrifaðist Kolbrún Þorfinnsdóttir, „litla“ stelpan hennar Signýjar minnar, úr Fjölbrautaskólanum í Ármúla.
stóð sig með stakri prýði og gekk frá athöfninni með verðlaun fyrir bestan árangur í sögu, félagsfræði, hagfræði og stærðfræði!

innilega til hamingju báðar tvær með glæsilegan árangur Kolbrúnar!

baðherbergið





framkvæmdir við endurnýjun baðherbergisins, og þó einkum innkaup á búnaði og flísum, hófust fyrir kreppu og því varð ekki aftur snúið. sem betur fer.
þessu stórvirki er nú nánast lokið og þvílík óhemju breyting á heilu heimili!

því miður glötuðust myndirnar sem teknar voru af herberginu áður en niðurrif hófst, en í staðinn eru til myndir sem teknar voru þegar aðeins var búið að fjarlægja gömlu flísarnar af veggjunum. sem voru brúnar og mynstraðar að hætti fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar og höfðu ekki elst vel.

þetta tók tímann sinn en loksins þegar hægt var að byrja á raunverulegri uppbyggingu eftir að niðurrifi var lokið fór að verða verulega gaman!

það var þúsundþjalasmiðurinn og mágur minn Sveinn Gunnlaugsson húsasmíðameistari sem bar hitann og þungann af þessu verki og leystu úr hverju vandamálinu af fætur öðrum af stakri snilld og sóískri ró. takk fyrir það!

glugginn er til sannindamerkis um að þetta er sama baðherbergið!