15.1.08

að vaða villu og reyk



sitthvað er skemmtilegt og skrýtið þegar kemur að forsjárhyggju yfirvalda. reykingaherbergin eru eitt skemmtiatriðið.

vertinn á Barnum á Laugavegi 22 mun hafa innréttað sérstakt reykingaherbergi fyrir viðskiptavini í trássi við reglugerðir og nú ætlar Umhverfissvið Reykjavíkurborgar að taka á því máli af festu að eigin sögn. enda svosem ekki stætt á öðru en fylgja settum reglum.

aðaldjókið er samt að á því háa Alþingi mun enn vera í notkun sérstakt reykingaherbergi. þeas: löggjafinn kýs að setja okkur hinum reglur en fara ekki að þeim sjálfur.

heyrði eimnitt um helgina haft eftir þessum veitingamanni á Laugavegi 22 að meðan væru í notkun slík afdrep í Alþingishúsinu og í Leifsstöð myndi hann sjá sínum gestum fyrir aðstöðu til sömu hluta. gott hjá honum.

---

í framhaldi af þessu: hefur einhver heyrt Lýðheilsustöð leggja til bann við reykingum, notkun og sölu tóbaks, á Íslandi?
eða er sú stofnun (mönnuð tugum starfsmanna sem hafa það hlutverk að hafa vit fyrir okkur hinum) bara í því að segja okkur að drekka meira vatn?