vopnin kvödd
nú dugar ekkert minna en vitna í stólaxa eins og Hemingway og Sylvíu Nótt.
því í dag er hersetu Kana lokið á Íslandi. því hlýtur hver Íslendingur að fagna og var kominn tími til.
eftir sig skilja þeir á Minesheiði, eins og hvar sem herir koma, sviðna jörð. draugabæ á illbyggilegri heiði, sorphauga sem enginn veit hvaða viðbjóð hafa að geyma og yfirvofandi kakkalakkafaraldur svo eitthvað sé nefnt. hafa að vísu ekki stundað stórtæk manndráp hérlendis enda haft valdhafa í vasanum alla tíð.
meira að segja suðurnesjamenn eygja nú von um að geta byggt upp samfélag sem byggir á raunverlulegum hlutum en ekki þeirri skynvillu og gróðrarstíu spillingar sem herstöð erlends stórveldis með ótakmörkuð fjárráð óhjákvæmilega er.
farið hefur fé betra!