25.12.06
óska ykkur gleðilegra jóla og allt það. nú er að sofa og éta í faðmi fjölskyldunnar. lesa jafnvel eitthvað og góna á imbann. njótið hátíðanna!
22.12.06
sólstöður
í dag eru vetrarsólstöður og stysti dagur ársins. hin upphaflega ástæða jólahaldsins og sólrisuhátíðanna allra.
og hækkandi sól er sannarlega ástæða til að fagna – vittu til: strax á morgun fer daginn að lengja.
morgundagurinn verður lengri en dagurinn í dag. að vísu bara jafnlangur og gærdagurinn og vikur þangað til maður sér muninn, samt ekki svo margar. þangað til drepur maður tímann með hátíðahöldum.
man ekki betur en hippaliðið í Global Orgasm í Kaliforníu hafi ætlast til þess að mannkynið fengi fullnægingu í dag. eða var það í gær? hvurn skollann gerir maður í þessu?
til hamingju með daginn!
og hækkandi sól er sannarlega ástæða til að fagna – vittu til: strax á morgun fer daginn að lengja.
morgundagurinn verður lengri en dagurinn í dag. að vísu bara jafnlangur og gærdagurinn og vikur þangað til maður sér muninn, samt ekki svo margar. þangað til drepur maður tímann með hátíðahöldum.
man ekki betur en hippaliðið í Global Orgasm í Kaliforníu hafi ætlast til þess að mannkynið fengi fullnægingu í dag. eða var það í gær? hvurn skollann gerir maður í þessu?
til hamingju með daginn!
seinvirkt almætti
fékk athyglisverða ábendingu á dögunum sem var eitthvað í þessa veru:
hitabylgja á Íslandi með hamfaraflóðum um vertrarsólstöður er skýrt dæmi um dramatískar breytingar á veðurfari sem orðið hafa af mannavöldum. hlýnun loftslags í kjölfar gróðurhúsaáhrifa semsagt.
hvers vegna grípur almættið ekki inn í og lagfærir hlutina jafnóðum og heldur þeim í jafnvægi?
jú, það er vegna þess að guð er svo vifaseinn að hann hefur ekki undan að redda heiminum. mannskepnan er því afkastameiri og hraðvirkari en drottinn allsherjar.
sjálfur tek ég ekki afstöðu til þessarar kenningar þar sem ég viðurkenni ekki tilvist þessa almættis... sem mig grunar reyndar að eigi einnig við um kenningarsmiðinn.
hitabylgja á Íslandi með hamfaraflóðum um vertrarsólstöður er skýrt dæmi um dramatískar breytingar á veðurfari sem orðið hafa af mannavöldum. hlýnun loftslags í kjölfar gróðurhúsaáhrifa semsagt.
hvers vegna grípur almættið ekki inn í og lagfærir hlutina jafnóðum og heldur þeim í jafnvægi?
jú, það er vegna þess að guð er svo vifaseinn að hann hefur ekki undan að redda heiminum. mannskepnan er því afkastameiri og hraðvirkari en drottinn allsherjar.
sjálfur tek ég ekki afstöðu til þessarar kenningar þar sem ég viðurkenni ekki tilvist þessa almættis... sem mig grunar reyndar að eigi einnig við um kenningarsmiðinn.
20.12.06
vika max
síðustu vikur, eins og reyndar flestar vikur, hafa verið merktar ákveðnum málefnum í umfjöllun fjölmiðla og þjóðfélagsumræðu.
og hvert málefni endist sjaldnast nema vikuna, þá víkur það fyrir nýju stórmáli sem fjölmiðlar slá upp og allt sem á undan er gengið er gleymt og grafið og vekur ekki nokkrum kjafti áhuga.
við höfum t.d. fengið mikla umfjöllun undanfarið um banaslys í umferðinni. í tenslum við þá umræðu var fjallað um samgöngumál á landinu. hvort tveggja afar mikilvæg mál en síðustu daga hefur ekki heyrst orð af þeim vettvangi.
við höfum fengið mikla umræðu um innflutt vinnuafl á Íslandi – allt mjög yfirborðskennt sem ég hef séð af því og raddirnar þagnaðar. annað mikilvægt stórmál „afgreitt“ á viku.
nenna fréttahaukarnir ekki að kafa neitt í málin og fylgja þeim eftir? eða er þeim kannski bannað að gera það?
hvert málefnið rekur annað en engu eru gerð markviss skil í fjölmiðlum. og nú er það spurningin hvort þjóðargarmurinn hefur ekki þol til að meðtaka gagnrýna umræðu sem fylgt er eftir, eða hvort fjölmiðlar hafi ekki áhuga á öðru en slá upp nýjum og nýjum fréttum, helst safaríkum. og með nýju máli er það næsta á undan fallið í gleymsku.
samanber nýjasta málið sem er á allra vörum og í öllum fjölmiðlum, Byrgið og allt það fargan. er ekki ennþá viss hvaða skoðun ég hef (eða mun hafa) á frumkvæði þeirra Sigmundar Ernis í því máli en spái því að áður en vikan verður liðin heyrist hvergi orð um það mál. líka þótt ekki væru að detta á jól.
og hvar í fjandanum er umfjöllun og úttekt fjölmiðla á þjóðlendumálinu? ha...
og hvert málefni endist sjaldnast nema vikuna, þá víkur það fyrir nýju stórmáli sem fjölmiðlar slá upp og allt sem á undan er gengið er gleymt og grafið og vekur ekki nokkrum kjafti áhuga.
við höfum t.d. fengið mikla umfjöllun undanfarið um banaslys í umferðinni. í tenslum við þá umræðu var fjallað um samgöngumál á landinu. hvort tveggja afar mikilvæg mál en síðustu daga hefur ekki heyrst orð af þeim vettvangi.
við höfum fengið mikla umræðu um innflutt vinnuafl á Íslandi – allt mjög yfirborðskennt sem ég hef séð af því og raddirnar þagnaðar. annað mikilvægt stórmál „afgreitt“ á viku.
nenna fréttahaukarnir ekki að kafa neitt í málin og fylgja þeim eftir? eða er þeim kannski bannað að gera það?
hvert málefnið rekur annað en engu eru gerð markviss skil í fjölmiðlum. og nú er það spurningin hvort þjóðargarmurinn hefur ekki þol til að meðtaka gagnrýna umræðu sem fylgt er eftir, eða hvort fjölmiðlar hafi ekki áhuga á öðru en slá upp nýjum og nýjum fréttum, helst safaríkum. og með nýju máli er það næsta á undan fallið í gleymsku.
samanber nýjasta málið sem er á allra vörum og í öllum fjölmiðlum, Byrgið og allt það fargan. er ekki ennþá viss hvaða skoðun ég hef (eða mun hafa) á frumkvæði þeirra Sigmundar Ernis í því máli en spái því að áður en vikan verður liðin heyrist hvergi orð um það mál. líka þótt ekki væru að detta á jól.
og hvar í fjandanum er umfjöllun og úttekt fjölmiðla á þjóðlendumálinu? ha...
19.12.06
skammdegið
þoli myrkrið illa eins og ég held að eigi við um flesta norðurhjarabúa en gaman að taka þátt í því að vinna á skammdeginu.
hef svosem mörg undanfarin ár sest að á Gran Canaria í janúar en ætla að sleppa því núna – hef í öðru að snúast. sakna þess samt ekki svona fyrirfram að fara þangað.
jólahlaðborðin öll, dýrlegar svallhátíðir, taka orðið mestallan desember, svo skatan á Þollák – allt gjörsamlega laust við helgislepju. svo eftir jólin eru það áramótin með brennum og sprengiefnum, kampavíni og gleðskap – líka fullkomlega veraldleg og í raun hundheiðin sólrisuhátíð.
eftir þetta taka svo þorrablótin við og toppa þetta flest með frosnum brennsa og skemmdum mat.
er viss um að allt þetta svall sem snýst um að belgja kviðinn í góðra vina hópi sé meðvitað eða ómeðvitað til þess gert að drepa skammdegið. og tek sko virkan þátt í þessu öllu.
inn á milli eru svo jólin með öllu sínu, sæt í sjálfum sér og ljósahafið best. tek líka þátt í því með mínum hætti.
það eru semsé ekki bara jólin sem lífga upp á skammdegið, það er undirlagt af hátíðahöldum.
og ekki skemmir fyrir að vera ástfanginn upp fyrir haus.
hef svosem mörg undanfarin ár sest að á Gran Canaria í janúar en ætla að sleppa því núna – hef í öðru að snúast. sakna þess samt ekki svona fyrirfram að fara þangað.
jólahlaðborðin öll, dýrlegar svallhátíðir, taka orðið mestallan desember, svo skatan á Þollák – allt gjörsamlega laust við helgislepju. svo eftir jólin eru það áramótin með brennum og sprengiefnum, kampavíni og gleðskap – líka fullkomlega veraldleg og í raun hundheiðin sólrisuhátíð.
eftir þetta taka svo þorrablótin við og toppa þetta flest með frosnum brennsa og skemmdum mat.
er viss um að allt þetta svall sem snýst um að belgja kviðinn í góðra vina hópi sé meðvitað eða ómeðvitað til þess gert að drepa skammdegið. og tek sko virkan þátt í þessu öllu.
inn á milli eru svo jólin með öllu sínu, sæt í sjálfum sér og ljósahafið best. tek líka þátt í því með mínum hætti.
það eru semsé ekki bara jólin sem lífga upp á skammdegið, það er undirlagt af hátíðahöldum.
og ekki skemmir fyrir að vera ástfanginn upp fyrir haus.
sprengiefni
eftir nokkra daga brestur á sprengiefnaæðið fyrir áramótin. tek dálítinn þátt í því.
bæði er það að mér finnst gaman að skjóta upp flugeldum og svo hitt að ég beinlínis vil styrkja björgunarsveitir landsins. þessir flokkar fólks um allt land sem leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu við þjálfun og hvers konar björgunarleiðangra eiga ekkert nema gott skilið. fjármagna sig að mestu leyti með flugeldasölu og eiga í mínum huga að sitja einar að þeim markaði.
glaður greiði ég þeim óbeðinn dálítinn skatt fyrir hver áramót (það er eini skatturinn sem ég greiði með glöðu geði) og fæ í staðinn öryggistilfinningu í óbyggðum og ánægustundir með krökkunum við að kveikja í flugeldadótinu á gamlárskvöld.
bæði er það að mér finnst gaman að skjóta upp flugeldum og svo hitt að ég beinlínis vil styrkja björgunarsveitir landsins. þessir flokkar fólks um allt land sem leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu við þjálfun og hvers konar björgunarleiðangra eiga ekkert nema gott skilið. fjármagna sig að mestu leyti með flugeldasölu og eiga í mínum huga að sitja einar að þeim markaði.
glaður greiði ég þeim óbeðinn dálítinn skatt fyrir hver áramót (það er eini skatturinn sem ég greiði með glöðu geði) og fæ í staðinn öryggistilfinningu í óbyggðum og ánægustundir með krökkunum við að kveikja í flugeldadótinu á gamlárskvöld.
18.12.06
ergelsi
hef gert ítrekaðar tilraunir til bloggfærslna undanfarið en ekki tekist að koma texta inn á netheima. fer hroðalega í geðið á manni þegar þannig gerist, hvað þá marga daga í beit. hefur líklega haft eitthvað með innihald textans að gera; alla vega hefur félagi Kristján Pétur slíkar kenningar um bloggheima. en treysti því að nú sé þetta allt að gerast.
síðustu daga hef ég verið að slæpast í bókabúðum og bókarekkum í stórbúðum Akureyrar. skemmst frá því að segja að úrval er hörmulegt. einkum hvað varðar þýddar fagurbókmenntir. hef reyndar fengið sterklega á tilfinninguna og verið studdur í því áliti, að þetta árið sé sáralítið að koma út af hágæðabókmenntum þýddum. hvurn fjandann á það að þýða?
síðustu daga hef ég verið að slæpast í bókabúðum og bókarekkum í stórbúðum Akureyrar. skemmst frá því að segja að úrval er hörmulegt. einkum hvað varðar þýddar fagurbókmenntir. hef reyndar fengið sterklega á tilfinninguna og verið studdur í því áliti, að þetta árið sé sáralítið að koma út af hágæðabókmenntum þýddum. hvurn fjandann á það að þýða?
12.12.06
ánægjuleg sending
af því að ég hef verið að agnúast út í ríkisstofnanir og einokunarbatterí sem sprottið hafa úr þeim jarðvegi verð ég segja frá bréfi sem ég fékk í pósti á dögunum. frá Frumherja hf.
utan á umslaginu var spurt hvort ég væri að gleyma einhverju svo ég opnaði. hendi stundum gluggapósti án þess.
texti bréfsins er í meginatriðum svona:
„Vellíðan á nýskoðuðum bíl?
Þá hefur veturinn gengið í garð og bíllinn þinn [tilgr.] bíður skoðunar (er með 8 í endastaf númers).
Kíktu í kaffi og piparkökur til okkar á Akureyri og við skoðum bílinn fyrir þig á meðan.“
þetta bréf kom mér satt að segja verulega á óvart því akkúrat svona á að fara að þessu. ekki hóta og bölsótast heldur bjóða í kaffi og piparkökur. maður fær á tilfinninguna að auglýsingastofa eða markaðsdeild Frumherja beri beinlínis virðingu fyrir viðskiptavinunum. slíkt er fáheyrt í þessum opinbera og hálfopinbera bransa.
en rétt að geta þess sem vel er gert. læt jafnvel skoða bíldrusluna við tækifæri... ef ég nenni.
11.12.06
borg guðs
horfði í dag á bíómynd frá Brasilíu: Borg Guðs (Cidade de Deus).
áhrfameiri en ég kæri mig um að tala um og langaði lengi framan af til að fara. en þákklátur fyrir að hafa setið til enda því hvað sem mönnum finnst um hroðalegheit heimsins er skárra að vita af þeim en skríða í felur.
byggir á raunverulegum atburðum í Rio de Janero og segir svo skelfilegar sögur að á Fróni er ekki við nein vandamál að etja.
ætla ekki að tala meira um kvikmyndina hér og nú en væri gaman að heyra hvort hugsanlegir lesendur kannist við hana.
7.12.06
blóm og plöntur
svo það sé á hreinu veit ég sáralítið um plöntur og hef ekkert stúderað þær sérstaklega. finnst bara jurtir flottar.
sama á við um orð. rannsaka þau ekki en hef af þeim ánægju og fylgist með þeim virka.
einhverra hluta vegna hefur það gerst í íslensku talmáli að hugtökunum (orðunum) blóm og planta hefur slegið saman með þeim hætti að ekki er gerður greinarmunur á.
þeas stofublóm hvers konar t.d. eru blóm þótt þau blómstri jafnvel aldrei. túnfífill er blóm, líka áður en hann springur út og eftir að hann er orðinn biðukolla. en engum dettur í hug að tala um hávaxin tré sem blóm.
lífveran sjálf er planta eða jurt. „gúmmítré“ er ekki blóm, það er planta. túnfífill er líka planta. með rót, blöð og stilk sem á vex blóm í örfáa daga í júní. tré eru plöntur líka. bera undantekningarlaust blóm eftir að kynþroska er náð (getur tekið áratugi) en til allrar lukku dettur engum í hug að tala um 12 metra hátt reynitré sem blóm. samt varla til fallegar blómstrandi jurtir nema ef vera skyldi kirsuber eða epli. smekksatriði.
---
þessu fræðsuerindi lýkur með þessari stuttu og allsendis óvísindalegu greiningu hugtaka:
planta (jurt): lífvera með rót, stilk og laufblöð (oftast) í allri sinni dýrð árið um kring. hinn raunverulegi lifandi einstaklingur.
blóm: æxlunarfæri plöntu. oft áberandi og skrautleg enda plöntum eins og öllu öðru sem lifir mikilvægast að viðhalda stofninum. standa yfirleytt stutt og byggja á lifsferli flugna mest. fengitími. allt líf plöntunnar snýst um að frjóvga blómið og því leggur náttúran allt sem hún á í að gera það sem best úr garði, meira að segja lögð alúð við ilminn.
það er í sjálfu sér ekkert að því að tala um jurtir sem blóm og geri það sundum, meðvitað eða ómeðvitað. er meira að velta fyrir mér hvernig tungumálið virkar og þróast.
sama á við um orð. rannsaka þau ekki en hef af þeim ánægju og fylgist með þeim virka.
einhverra hluta vegna hefur það gerst í íslensku talmáli að hugtökunum (orðunum) blóm og planta hefur slegið saman með þeim hætti að ekki er gerður greinarmunur á.
þeas stofublóm hvers konar t.d. eru blóm þótt þau blómstri jafnvel aldrei. túnfífill er blóm, líka áður en hann springur út og eftir að hann er orðinn biðukolla. en engum dettur í hug að tala um hávaxin tré sem blóm.
lífveran sjálf er planta eða jurt. „gúmmítré“ er ekki blóm, það er planta. túnfífill er líka planta. með rót, blöð og stilk sem á vex blóm í örfáa daga í júní. tré eru plöntur líka. bera undantekningarlaust blóm eftir að kynþroska er náð (getur tekið áratugi) en til allrar lukku dettur engum í hug að tala um 12 metra hátt reynitré sem blóm. samt varla til fallegar blómstrandi jurtir nema ef vera skyldi kirsuber eða epli. smekksatriði.
---
þessu fræðsuerindi lýkur með þessari stuttu og allsendis óvísindalegu greiningu hugtaka:
planta (jurt): lífvera með rót, stilk og laufblöð (oftast) í allri sinni dýrð árið um kring. hinn raunverulegi lifandi einstaklingur.
blóm: æxlunarfæri plöntu. oft áberandi og skrautleg enda plöntum eins og öllu öðru sem lifir mikilvægast að viðhalda stofninum. standa yfirleytt stutt og byggja á lifsferli flugna mest. fengitími. allt líf plöntunnar snýst um að frjóvga blómið og því leggur náttúran allt sem hún á í að gera það sem best úr garði, meira að segja lögð alúð við ilminn.
það er í sjálfu sér ekkert að því að tala um jurtir sem blóm og geri það sundum, meðvitað eða ómeðvitað. er meira að velta fyrir mér hvernig tungumálið virkar og þróast.
vonbrigði
hafði semsagt gert mér vonir um almennilega blaðaumfjöllun í dag og úttekt á málinu eftir fund RSE um þjóðlendumálið í gær. en sorrí, ekki stafur í blöðunum í dag nema smágrein í Frbl. um tillögu eins fyrirlesarans.
þetta stórundarlega mál allt saman er sumsé ekki frétt eða efni í rannsóknarblaðamennsku nema þegar sverfur til stáls á stöku stað. það eru vonbrigði.
því sannarlega er þarna málefni sem þarf að vekja til umhugsunar um og athygli á. og stórundarlegt að hin eilífa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framskóknar skuli standa að baki aðgerðum sem þessum. aðerðum sem eru ekkert annað en þjóðnýting í anda gamla Sovét. Yfirgangur ríkisvaldsins gegn borgurunum.
eins og er treysti ég helst á Guðnýju Sverrisdóttur, oddvita Grýtubakkahrepps, að gera eitthvað róttækt í málinu. hún er komin á fulla ferð enda ætlar Óbyggðanefnd í nafni ríkisins að þjóðnýta afréttarlönd sem Grýtubakkahreppur keypti fyrir nokkru, greiddi fullu verði og er með afsal fyrir. væri gaman að fá að vita hverjum sú þjóðnýting væri til hagsbóta.
þetta stórundarlega mál allt saman er sumsé ekki frétt eða efni í rannsóknarblaðamennsku nema þegar sverfur til stáls á stöku stað. það eru vonbrigði.
því sannarlega er þarna málefni sem þarf að vekja til umhugsunar um og athygli á. og stórundarlegt að hin eilífa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framskóknar skuli standa að baki aðgerðum sem þessum. aðerðum sem eru ekkert annað en þjóðnýting í anda gamla Sovét. Yfirgangur ríkisvaldsins gegn borgurunum.
eins og er treysti ég helst á Guðnýju Sverrisdóttur, oddvita Grýtubakkahrepps, að gera eitthvað róttækt í málinu. hún er komin á fulla ferð enda ætlar Óbyggðanefnd í nafni ríkisins að þjóðnýta afréttarlönd sem Grýtubakkahreppur keypti fyrir nokkru, greiddi fullu verði og er með afsal fyrir. væri gaman að fá að vita hverjum sú þjóðnýting væri til hagsbóta.
6.12.06
þjóðlendurnar
í dag var haldin ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Hver á ísland? fjallað um svokallað Þjóðlendumál og málefni því tengd.
hefði gjarnan viljað sitja þar en þetta eru jú næstum 400 kílómetrar og í miðri vinnuviku er það einum of.
hvað um það, ég er nokkuð viss um að næstu daga verður í kjölfarið talsverð umræða um þessi mál í fjölmiðlum og skora á lesendur báða að fylgjast með þeirri umræðu og kynna sér þetta fyrirbæri. ekki orð um það meir að sinni en mun örugglega koma meira síðar.
hefði gjarnan viljað sitja þar en þetta eru jú næstum 400 kílómetrar og í miðri vinnuviku er það einum of.
hvað um það, ég er nokkuð viss um að næstu daga verður í kjölfarið talsverð umræða um þessi mál í fjölmiðlum og skora á lesendur báða að fylgjast með þeirri umræðu og kynna sér þetta fyrirbæri. ekki orð um það meir að sinni en mun örugglega koma meira síðar.
11. september
Augusto Pinochet liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi á 92. aldursári og menn berjast við að halda öndinni blaktandi í hræinu.
við að lesa af þessu frétt rifjast upp aðrar og eldri fréttir – þegar fór að leka út hvaða stjórnarhætti þessi siðblindingi og fjöldamorðingi notaði í Chile um og eftir valdarán hersins þann 11. september 1973. valdarán sem Nota Bene var gert með fulltingi CIA og því dyggilega stutt af Bandaríkjamönnum.
að morgni 12. september voru þúsundir manna handteknar og fluttar á íþróttaleikvang Santiago og fjöldi fólks pyntaður og myrtur af hernum. tónlistarmaðurinn, skáldið og leikstjórinn Víctor Jara var í þeim hópi og píslarvottur síðan. leikvangurinn hlaut nafn hans árið 2003. áður en þeir skutu hann með vélbyssum brutu þeir á honum fingurna og buðu honum að spila nú á gítar. í skjóli Pinochets og CIA.
8. júní 1976 hitti Pinochet Henry Kissinger í Santiago og utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að hafa sagt við Pinochet: "My evaluation is that you are a victim of all left-wing groups around the world and that your greatest sin was that you overthrew a government that was going Communist."
árið 1998 var Pinochet handtekinn í London. eftir 16 mánuði þóf ákvað dómstóll að hinn aldraði fyrrverandi forseti væri of heilsuveill til að þola réttahöld og skyldi sendur heim til Chile til að deyja.
við að lendingu hans í Santiago varð kraftaverk: gamlinginn sem ekki hafði getað gengið óstuddur og var svo illa haldinn af elliglöpum að hann mundi ekki nöfn nánustu aðstandenda sinna, spratt upp úr hjólastólnum og þekkti gamla samverkamenn og undirsáta alla með tölu.
Pinochet er glysgjarn hrotti og fjöldamorðingi. vonandi drepst hann í þessari atrennu.
við að lesa af þessu frétt rifjast upp aðrar og eldri fréttir – þegar fór að leka út hvaða stjórnarhætti þessi siðblindingi og fjöldamorðingi notaði í Chile um og eftir valdarán hersins þann 11. september 1973. valdarán sem Nota Bene var gert með fulltingi CIA og því dyggilega stutt af Bandaríkjamönnum.
að morgni 12. september voru þúsundir manna handteknar og fluttar á íþróttaleikvang Santiago og fjöldi fólks pyntaður og myrtur af hernum. tónlistarmaðurinn, skáldið og leikstjórinn Víctor Jara var í þeim hópi og píslarvottur síðan. leikvangurinn hlaut nafn hans árið 2003. áður en þeir skutu hann með vélbyssum brutu þeir á honum fingurna og buðu honum að spila nú á gítar. í skjóli Pinochets og CIA.
8. júní 1976 hitti Pinochet Henry Kissinger í Santiago og utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að hafa sagt við Pinochet: "My evaluation is that you are a victim of all left-wing groups around the world and that your greatest sin was that you overthrew a government that was going Communist."
árið 1998 var Pinochet handtekinn í London. eftir 16 mánuði þóf ákvað dómstóll að hinn aldraði fyrrverandi forseti væri of heilsuveill til að þola réttahöld og skyldi sendur heim til Chile til að deyja.
við að lendingu hans í Santiago varð kraftaverk: gamlinginn sem ekki hafði getað gengið óstuddur og var svo illa haldinn af elliglöpum að hann mundi ekki nöfn nánustu aðstandenda sinna, spratt upp úr hjólastólnum og þekkti gamla samverkamenn og undirsáta alla með tölu.
Pinochet er glysgjarn hrotti og fjöldamorðingi. vonandi drepst hann í þessari atrennu.
5.12.06
frá hinu opinbera
komst að skondnum hlut áðan og snýr að einni ríkisstofnuninni, nefnilega ríkinu sjálfu - ÁTVR.
í minni gömlu heimasveit, Árskógsströnd, er nú starfrækt bruggverksmiðja eins og alþjóð veit og framleiðir mjöðinn Kalda.
það skondna er að bjór frá þeim sem er seldur t.d. í ríkinu á Akureyri og Dalvík þarf fyrst að flytja til Reykjavíkur í birgðastöð ÁTVR og þaðan norður aftur. má semsagt ekki afgreiða áfengi í vínbúðirnar nema úr þessari birgðastöð.
flutingurinn fram og til baka er að sjálfsögðu á kostnað framleiðandans. um þjóðveg númer eitt.
hjá þessu brugghúsi er þetta náttúrulega smotterí miðað við Vífilfell á Akureyri sem framleiðir t.d. Víking bjórinn o.fl. gott.
í minni gömlu heimasveit, Árskógsströnd, er nú starfrækt bruggverksmiðja eins og alþjóð veit og framleiðir mjöðinn Kalda.
það skondna er að bjór frá þeim sem er seldur t.d. í ríkinu á Akureyri og Dalvík þarf fyrst að flytja til Reykjavíkur í birgðastöð ÁTVR og þaðan norður aftur. má semsagt ekki afgreiða áfengi í vínbúðirnar nema úr þessari birgðastöð.
flutingurinn fram og til baka er að sjálfsögðu á kostnað framleiðandans. um þjóðveg númer eitt.
hjá þessu brugghúsi er þetta náttúrulega smotterí miðað við Vífilfell á Akureyri sem framleiðir t.d. Víking bjórinn o.fl. gott.
3.12.06
tilvitnun dagsins
enski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott var spurður að því í vitali af hvertu væru nánast aldrei kynlífssenur í kvikmyndum hans (sem NB hafa margar notið mikillar hylli). svarið var stutt og laggott:
„Kynlíf er leiðinlegt nema maður sé að stunda það.“
„Kynlíf er leiðinlegt nema maður sé að stunda það.“
2.12.06
getraun númer fjögur
síðasta þrautin í þessari lotu er þessi íðilfagra jurt sem var mynduð í Aðalvík.
sjaldséð og helst þar sem snjóþungi er mikill eins og jarðarberin. blómið stórt og ilmsterkt. af víðfrægri ætt blómplantna.
þótt ég geri ekki mikið upp á milli jurta er þessi í miklu uppáhaldi og alltaf gaman að rekast á hana. tími aldrei að slíta hana upp.
er svo að hugsa um að setja upp getraun næst um íslenska landafræði!
1.12.06
getraun númer tvö
jahá! undirtektir semsagt dræmar enda byrjað með fullerfiðu spesímeni: jarðarber voru það í gær. sem merkilegt nokk vaxa villt víða um norðanvert Ísland í snjódældum. bera einhver ljúffengustu aldin sem maður smjattar á.
en af því að félagi Sigurður Heiðar tók þátt læt ég vaða töku númer tvö og mun auðveldari viðfangs.
eins og jarðarberin er þessi ein af mínum uppáhalds. þessi af því hvað hún er falleg, jarðarberin vegna þess að þau þrífast aðeins í svæsnustu snjódældum og berin eru æðisleg.