til hamingju Ísland
hafði ætlað mér að þegja þunnu hljóði um pólitík og stjórnarmyndun en stenst ekki mátið.
var nefnilega að átta mig á því í morgun að í fyrsta sinn erum við með ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem er samkynhneigður og ekkert að leyna því. þótt hún svosem flaggi því ekkert sérstaklega enda alger óþarfi. ráðherra félagsmála, Jóhanna Sigurðardóttir.
þetta finnst mér flott og ánægjulegt. hefðu verið stórtíðindi fyrir ekki svo löngu síðan en er ekki einu sinni til umræðu núna. sem er líka mjög ánægjulegt. mátti samt til að nefna þetta.