er nú farið að teygjast milli færslna, enda vor í lofti og annríki á öllum vígstöðvum. sjáum hvað setur.
en á leið heim úr vinnu í Hafnarfirðinum áðan heyrði ég í útvarpi Umferðarstofu talað um að Borgarnesslöggan hefði um páskana haft afskifti af einum ökumanni vegna ölvunar en fjölda ökumanna (minnir að talan 10 hafi verið nefnd) vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna.
þetta minnti mig á hugtakanotkun sem hefur böggað mig árum saman. semsagt öll þessi samheiti yfir dóp sem eru svo misvísandi og jafnvel notuð í kolröngu samhengi. og þegar ég segi dóp á ég við það sem mér finnst réttast að kalla ólögleg vímuefni.
dettur ekki í hug eitt augnablik að mæla þeim bót – síður en svo. það er hins vegar þessi hugtakafrumskógur sem ég kýs að fjalla um núna.
dóp á eins og allir vita nokkur samheiti sem eru semsagt misgáfuleg. hef þegar nefnt það sem mér finnst ganga en svo eru samheiti eins og eiturlyf, vímuefni og fíkniefni. að yfirfæra þetta allt yfir á ólögleg vímuefni er bull.
nota semsagt sjálfur svona hversdags eiturlyf, vímuefni og fíkniefni. sem öll eru lögleg og teljast til normal daglegs lífs á Íslandi.
– eiturlyfin nota ég t.d. á exemið mitt góða og smyr á það oft í viku.
– vímuefnið er alkóhól. kaupi það út í búð eða jafnvel í kaupfélaginu í Varmahlíð og mestur hluti þess okurverðs sem ég greiði fyrir það fer til samneyslunnar í gegnum ríkishítina.
– fíkniefnin eru flest: fyrrnefnt alkóhól er eitt þeirra. til viðbótar koma svo nikótín (sama ríkishít og samneysla) og loks koffein, sem ég tel magnaðast þeirra fíkniefna sem ég hef ánetjast og myndi síst geta verið án.
þetta eru semsagt bara þau eiturlyf og fíkniefni sem undirritaður er háður. fjöldi fólks er háður öðrum LÖGLEGUM fíkniefnum og eiturlyfjum.
ók tvívegis um umdæmi Borgarnesslöggunnar um páskahelgina og í bæði skiptin proppfullur af þessum efnum öllum, að alkóhólinu undanskildu. en samt með fullt af fíkniefnum í blóðinu. slapp við lögguna að þessu sinni. (það er reyndar annað en segja má um Blönduósslögguna sem nappaði mig á norðurleiðinni á 111. hundraðasta og ellefta meðferð á ökumanni... en er allt annað mál. ríkishítin samt.)