malbiksvetur
orðið langt síðan ég fylgdist síðast með vetrarkomunni á suðvesturhorninu svona frá degi til dags. og finnst skammdegið orðið fjandi dimmt þessa dagana.
í vikunni gerði fyrstu hálku vetrarins sem eitthvað kveður að í Reykjavík með ísingu dag eftir dag, alveg snjólaust enn og því koldimmt allan sólarhringinn.
kom vetrardekkjum undir bílinn fyrir nokkrum dögum og ákvað að hætta að nota nagladekk (sem ég hef verið grjótharður á að nota til þessa) og er afar ánægður með þá ákvörðun. hef oft lýst því yfir að dagurinn sem nagladekkin eru sett undir bílinn sé versti dagur ársins, sú aðgerð lýsi endanlegri uppgjöf fyrir vetrinum og viðurkenningu á margra mánaða skammdegisdrunga og kulda framundan.
að sleppa nöglunum gerir þetta mun léttbærarara, svo hlálegt sem það nú er, því maður finnur sáralítinn mun á vetrar- og sumardekkjum; ekki glamrandi og spólandi naglar á auðu malbiki öllum stundum, sem aftur gerir að verkum að þegar loksins þarf á nöglunum að halda eru þeir uppslitnir eða hreinlega horfnir úr dekkjunum.
mér finnst gaman að keyra bíl, og vil eiga bíla sem gaman er að aka. og að aka góðum bíl á auðu malbiki með ískrandi naglasurgið í eyrunum er ömurlegt. og svo er það þetta með slit á malbiki og svifryksmengun – það er engin ástæða til að gera lítið úr því.
en hvað um það, í myrkrinu þessa vikuna hefur hugurinn aftur og aftur leitað suður á bóginn og hef staðið mig að því að skoða ferðatilboð til Kúbu og Kanaríeyja... því eins og ég hef margoft haldið fram:
maðurinn, rétt eins og aðrar skepnur, er ekki mikið flóknari búnaður en sólarrafhlaða.
í vikunni gerði fyrstu hálku vetrarins sem eitthvað kveður að í Reykjavík með ísingu dag eftir dag, alveg snjólaust enn og því koldimmt allan sólarhringinn.
kom vetrardekkjum undir bílinn fyrir nokkrum dögum og ákvað að hætta að nota nagladekk (sem ég hef verið grjótharður á að nota til þessa) og er afar ánægður með þá ákvörðun. hef oft lýst því yfir að dagurinn sem nagladekkin eru sett undir bílinn sé versti dagur ársins, sú aðgerð lýsi endanlegri uppgjöf fyrir vetrinum og viðurkenningu á margra mánaða skammdegisdrunga og kulda framundan.
að sleppa nöglunum gerir þetta mun léttbærarara, svo hlálegt sem það nú er, því maður finnur sáralítinn mun á vetrar- og sumardekkjum; ekki glamrandi og spólandi naglar á auðu malbiki öllum stundum, sem aftur gerir að verkum að þegar loksins þarf á nöglunum að halda eru þeir uppslitnir eða hreinlega horfnir úr dekkjunum.
mér finnst gaman að keyra bíl, og vil eiga bíla sem gaman er að aka. og að aka góðum bíl á auðu malbiki með ískrandi naglasurgið í eyrunum er ömurlegt. og svo er það þetta með slit á malbiki og svifryksmengun – það er engin ástæða til að gera lítið úr því.
en hvað um það, í myrkrinu þessa vikuna hefur hugurinn aftur og aftur leitað suður á bóginn og hef staðið mig að því að skoða ferðatilboð til Kúbu og Kanaríeyja... því eins og ég hef margoft haldið fram:
maðurinn, rétt eins og aðrar skepnur, er ekki mikið flóknari búnaður en sólarrafhlaða.