19.5.08
11.5.08
fornleifagröftur
þessa bráðfínu mynd sendi Hjálmar Stefán Brynjólfsson mér um daginn. takk.
tekin í stofunni hjá Helga og Beate í Kristnesi fyrir áratug eða meiru. sat og fylgdist með upptökum hljómsveitarinnar sem heitir því fullkomna nafni Helgi og hljóðfæraleikararnir og var eitthvað að reyna að mynda fyrir plötukover ef ég man rétt. það er gaman að fá svona flassbakk annað slagið.
SÖNGVAR | trúbadúrkvöld
Laugardaginn 17, maí kl. 21:00 mun Aðalsteinn Svanur Sigfússon standa fyrir trúbadúrkvöldi í Populus tremula. Þar flytur Aðalsteinn Svanur eigin lög við kvæði sín og föður síns, Sigfúsar Þorsteinssonar frá Rauðavík. Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina SÖNGVAR með kvæðum þeirra feðga.
Húsið verður opnað kl. 20:30. Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.