13.8.08

Goðafoss og Mývatn 30. júlí

læt þetta gott heita í bili af Vestfjörðum.
dvöldum svo tæpa viku á Akureyri í lúxuxíbúð Heiðu og Lúlla sem þau lánuðu okkur Signýju af rausnarskap sínum. hitabylgja gekk yfir landið eins og frægt varð og heitasta daginn, þann 30. júlí, fórum við hefðbundinn túristadagstúr til Mývatnssveitar og hitamælirinn fór í 27°C. nokkrar klassískar myndir af Goðafossi, úr Dimmuborgum og Höfða. kom enn einu sinni í Jarðböðin en tók ekki upp myndavélina þar. dýrðardagur í íslensku sumri eins og það verður flottast.

frá Akureyri héldum við svo föstudaginn 1. ágúst og dvöldum í Borgarfirði til mánudagsins 4. ágúst að við héldum loksins heim eftir 31 dags útilegu.






0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home