Hesteyri 23. júlí
þann 23. júlí gengum við sex saman hraustmennin frá Látrum til Hesteyrar og til baka.
rúmir fjórir tímar hvora leið og yfir fjallveg að fara, Háuheiði.
þetta þótti okkur talsvert afrek þótt Kristbjörn frændi minn Eydal hafi sagt mér að hann hafi verið sjö ára þegar hann var sendur þessa sömu leið til að kaupa eitthvað smotterí í búðinni á Hesteyri...
það er alltaf gaman að koma til Hesteyrar og í Læknishúsinu er rekið gistiheimili og kaffihús þar sem við fengum okkur kaffisopa og pönnsur.
frá Hesteyri liggur gullfallegur bílvegur áleiðis til fjalls en endar þar sem menn voru staddir í vegagerðinni þegar síðustu íbúarnir fluttu burt snemma á sjötta áratug síðustu aldar. steinhlaðin ræsin flytja enn allt það vatn sem að þeim rennur eftir meira en hálfa öld án viðhalds og bera því vitni að menn vönduðu til verka. yfir heiðina er svo ævaforn vörðuð gata sem af og til hverfur undir fönn þótt komið sé undir júlílok. brotnir símastaurarnir eins og skinin bein.
rúmir fjórir tímar hvora leið og yfir fjallveg að fara, Háuheiði.
þetta þótti okkur talsvert afrek þótt Kristbjörn frændi minn Eydal hafi sagt mér að hann hafi verið sjö ára þegar hann var sendur þessa sömu leið til að kaupa eitthvað smotterí í búðinni á Hesteyri...
það er alltaf gaman að koma til Hesteyrar og í Læknishúsinu er rekið gistiheimili og kaffihús þar sem við fengum okkur kaffisopa og pönnsur.
frá Hesteyri liggur gullfallegur bílvegur áleiðis til fjalls en endar þar sem menn voru staddir í vegagerðinni þegar síðustu íbúarnir fluttu burt snemma á sjötta áratug síðustu aldar. steinhlaðin ræsin flytja enn allt það vatn sem að þeim rennur eftir meira en hálfa öld án viðhalds og bera því vitni að menn vönduðu til verka. yfir heiðina er svo ævaforn vörðuð gata sem af og til hverfur undir fönn þótt komið sé undir júlílok. brotnir símastaurarnir eins og skinin bein.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home