Borgarfjörður/Ísafjörður 17. júlí
langur en ánægjulegur bíltúr vestur um Brattabrekku, Þorskafjarðarheiði og Ísafjarðardjúp með góðu stoppi að Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. þar er uppáhaldssunlaugin mín; 50 metra laug í fjöruborðinu með öskubökkum á bökkunum og malpokar leyfðir. styttist í að Reykjanes verði í þjóðbraut sem til þessa hefur verið fjarri lagi.
enduðum á Ísafirði enda á leið til Aðalvíkur á Hornströndum daginn eftir. enn nutum við gestrisni, að þessu sinni Önnu Gunnlaugsdóttur og barna hennar, í ókeypis gistingu og góðu atlæti. takk enn og aftur.
í blíðviðri eins og við nutum þennan dag er þetta óhemjuflott leið frá upphafi til enda.
enduðum á Ísafirði enda á leið til Aðalvíkur á Hornströndum daginn eftir. enn nutum við gestrisni, að þessu sinni Önnu Gunnlaugsdóttur og barna hennar, í ókeypis gistingu og góðu atlæti. takk enn og aftur.
í blíðviðri eins og við nutum þennan dag er þetta óhemjuflott leið frá upphafi til enda.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home