5.8.08

Þjórsárdalur 4.-9. júlí 2008

útilegan hófst semsagt í Þjórsárdal.
þar gistum við á tjaldstæðinu í Sandártungu frá 4. til 9. júlí í fellihýsi sem Nonni, bróðir Signýjar, lánaði okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

þetta er stórbrotið svæði og náttúruperlur á hverju strái. sjálf Sandá og umhverfi hennar heilluðu mig upp úr skónum. gaman að geta þess að Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson gerist á þessum slóðum og ber nafn af ánni.

hiti fór aldrei niður fyrir 16°C og upp í 26°C við Háafoss. læt myndirnar tala sínu máli.


sullað í Sandá. óðum ylvolga ána fram og aftur kílómetrum saman í umhverfi sem minnir mest á myndir frá Alaska.


Hjálparfoss er flottur!


Gjáin í Þjórsárdal er stórbrotin perla en frekar óaðgengileg og lítt merkt. hafði ekki komið þar áður.


Gjárfoss er flottur í forminu eins og Hjálparfoss þótt ólíkir séu. þarna stungu menn sér til sunds þótt ég hafi ekki leikið það eftir...


Signý átti afmæli og þessi fíni blómavasi var grafinn upp í tilefni dagsins.


þetta er útsýnið út fellihýsinu á tjaldstæðinu í Sandártungu. Hekla naut sín í kvöldsólinni. eitt flottasta tjaldstæði sem ég hef komið á.


við enduðum Þjórsárdalsdvölina á að skoða virkjanaframkvæmdir og fara svo að Háafossi. mögnuð upplifun í steikjandi hita.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home