Straumnesfjall 20. júlí
nokkur hraustmenni gengu frá Látrum á Straumnesfjall, út á Trumbu, niður Öldudal í Rekavík bak Látur. átta eða níu tíma ganga. við Atli Sigfús héldum okkur við strandlífið á meðan enda hann of ungur fyrir þessa göngu og ég búinn að fara hana margoft.
útsýni af fjallinu er stórbrotið til allra átta þótt ekki hafi ég enn náð að sjá til Grænlands þaðan eins og sagan segir að eigi að vera hægt í björtu veðri. yst á Straumnesfjalli, þar sem heitir ýmist Skorar eða Trumba, eru utalsverðar menjar eftir radarstöð Bandaríkjamanna sem þeir reistu seint á sjötta áratug síðustu aldar á enda heimsins.
ísbjarnaleitarþyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið meðan liðið var á fjallinu og hrein heppni að þau komust til baka, enda tvö í ljósum flíspeysum...
útsýni af fjallinu er stórbrotið til allra átta þótt ekki hafi ég enn náð að sjá til Grænlands þaðan eins og sagan segir að eigi að vera hægt í björtu veðri. yst á Straumnesfjalli, þar sem heitir ýmist Skorar eða Trumba, eru utalsverðar menjar eftir radarstöð Bandaríkjamanna sem þeir reistu seint á sjötta áratug síðustu aldar á enda heimsins.
ísbjarnaleitarþyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið meðan liðið var á fjallinu og hrein heppni að þau komust til baka, enda tvö í ljósum flíspeysum...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home