19.3.07

aldarfjórðungur


er þessa dagana af og til að leggja drög að myndlistarsýningu um páskana. í Deiglunni á Akureyri og haldin að frumkvæði Gilfélagsins. þetta er afmælissýning. það var nefnilega um páskana 1982 sem ég hélt mína fyrst myndlistarsýningu í Árskógi og eftir það varð ekki aftur snúið. það er svo fjandi gaman að halda sýningu, sérstaklega að opna hana. vera gestgjafi um stund og miðpunktur athyglinnar. hef alltaf notið þess og raunar haldið þvi fram lengi að þetta sé ástæðan fyrir því að ég harka enn í myndlistinni; það er svo gaman að opna sýningu.

ælta mér að sýna ljósmyndir eins og undanfarin ár enda um áratugur síðan ég þreif penslana. vinnuheiti á sýningunni er „Tíminn snýst eins og jörðin“ og er sótt í söngtexta sem byrjar svona:

Litur á túnum er tekinn að gulna
því tíminn hann snýst eins og jörðin.
Það er liðið á sumar og ljós í glugga
berst langt út á fjörðinn.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sammála, alltaf gaman að opna sýningar. Gangi þér vel með tímann
og jörðina.

08:37  
Anonymous Nafnlaus said...

takk. þú svaraðir mér ekki í síma í gærkvöldi kall minn!

09:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Var á fundi á Korpúlfsstöðum.

18:36  

Skrifa ummæli

<< Home