tókst loksins að berja saman sléttubandavísu eftir mikið streð.
galdurinn er að ná því að merking vísunnar snúist algerlega við þegar hún er lesin afturábak.
sú fyrri er sálmur:
Síst ertu drottinn dauður,
drottinn þú ert minn.
Víst muntu öreiga auður,
akur er lífsins þinn.
...OG LESIÐ AFTURÁBAK:
Þinn lífsins er akur auður,
öreiga muntu víst.
Minn ert þú drottinn dauður,
drottinn ertu síst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli